21. ágúst, 2013

Rekstrarupplýsingar fyrir almanaksárið 2012 liggja ekki fyrir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrr en í byrjun september. Þeim verður bætt við Skólavogina um leið og þær berast.

lesa meira
15. júlí, 2013

Skólavogin flutti í vor í nýja skrifstofu að Austurstræti 17 og er kominn með nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 5830700. Síminn er opinn frá 08:00-16:00 alla virka daga. Ráðgjöf um notkun kerfisins og túlkun niðurstaðna er innifalin í áskrift að Skólavoginni.

lesa meira
4. júní, 2013

Niðurstöður úr síðustu nemendamælingu Skólapúlsins hafa nú verið fluttar yfir í Skólavogina. Í heildina svöruðu 15.797 nemendur nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2012-2013. Niðurstöður í Skólavoginni gefa nú til kynna uppsöfnuð meðaltöl mælinga sem dreift var samhverft yfir allt skólaárið. Svarhlutfall í hverri mælingu var að lágmarki 80%. Næstu niðurstöður sem birtar verða í Skólavoginni eru rekstrarupplýsingar fyrir almanaksárið […]

lesa meira
7. maí, 2013

Niðurstöður samræmdrar foreldra- og starfsmannakönnunar Skólapúlsins hafa nú verið fluttar í Skólavogina. Svarhlutfall í könnununum var mjög gott. Af þeim 103 skólum sem tóku þátt í foreldrakönnuninni í febrúar náðu 95 skólar a.m.k. 70% svarhlutfalli. Af þeim 63 skólum sem tóku þátt í starfsmannakönnuninni í mars náði 61 skóli a.m.k. 70% svarhlutfalli. Þegar svarhlutfall er […]

lesa meira
28. febrúar, 2013

Í febrúar var Skólavogin flutt á nýjan vefþjón og leitaryfirlit í gagnagrunni kerfisins aukin. Kerfið er nú mun hraðvirkara og þolir mun meira álag en áður.

lesa meira
28. febrúar, 2013

Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2012 eru nú komnar í Skólavogina. Auk meðaltala eru niðurstöðurnar flokkaðar í fjórðunga eftir einkunnum í samanburði við flokkun annarra sveitarfélaga. Hver aðgangur hefur því sérstakan samanburð sem hæfir viðkomandi sveitarfélagi.

lesa meira
3. janúar, 2013

Nú hafa 7118 nemendur svarað kjarnaspurningalista Skólapúlsins það sem af er skólaári. Öll uppsöfnuð meðaltöl í Skólavoginni eru uppfærð mánaðarlega og hafa þau nú náð miklum stöðugleika.

lesa meira
3. janúar, 2013

Námsmatsstofnun hefur enn ekki gefið út tölur um árangur einstakra skóla á samræmdu prófunum frá því í haust. Þeim mun bætt í Skólavogina um leið og þær verða aðgengilegar.

lesa meira
3. janúar, 2013

Nokkur sveitarfélög skiluðu tölum um innri húsaleigu og skólaakstur til Sambandsins fyrir árið 2011. Þessar tölur eru nú aðgengilegar í Skólavoginni undir flipanum Greining – Rekstarupplýsingar – Almennar breytur. Ein afleidd breyta hefur verið búin til úr þessum gögnum með því að deila innri húsaleigu með fjölda nemenda í hverjum skóla. Þá breytu má sjá […]

lesa meira
17. desember, 2012

Hýsingaraðili Skólavogarinnar mun framkvæma uppfærslu á vefþjónum sínum í fyrramálið á milli 04:00 og 12:00. Af þeim sökum verður ekki hægt að vinna í kerfinu á umræddu tímabili. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.

lesa meira