Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2019

3. október, 2019

Nýrri töflu hefur verið bætt við upplýsingar um þær rannsóknir sem birtar eru í Skólavoginni. Taflan sýnir heildarfjölda þátttakenda og svara í hverjum skóla ásamt svarhlutfalli og þátttökuhlutfalli. Upplýsingarnar gera sveitarfélögum mögulegt að meta betur gæði þess innra mats sem fram fer í einstökum skólum og sinna þar með á skilvirkari hátt ytra mats hlutverki […]

12. júní, 2019

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is eða hringja í síma 5830700.

11. júní, 2019

Niðurstöður samræmdra prófa skólaárið 2018-2019 hafa nú verið uppfærðar í Skólavoginni og eru aðgengilegar í nýrri skýrslu á vefsvæði sveitarfélagsins. Skýrslan inniheldur nú niðurstöður úr nýafstöðnum prófum í 9. bekk ásamt niðurbroti eftir kyni sem nýverið var gert aðgengilegt á ný hjá Mennatamálastofnun. Allar skýrslur skólaársins 2018-2019 hafa nú verið birtar í Skólavoginni.

3. júní, 2019

Útsendingin hefst klukkan 09:00 og verður streymt á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Ef einhver vandamál koma upp við útsendinguna vinsamlegast hringið í síma 5830700.

24. maí, 2019

Skólapúlsinn býður til vorfundar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og […]

15. maí, 2019

nýju árgangalínuriti hefur nú verið bætt við skýrslu nemendakönnunar 6. – 10. bekkjar  og nemendakönnun 1. – 5. bekkjar í Skólavoginni. Nýja línuritið sýnir skýrt hvernig t.d. ánægja af lestri hefur almennt dalað hjá núverandi 10. bekkingum sl. 5 ár. Nýja línuritið er að finna neðst á síðu hvers matsþáttar.

10. maí, 2019

Niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins í 6. – 10. bekk frá því í apríl hefur nú verið bætt við skýrslu skólaársins í Skólavoginni. Rúmlega 15 þúsund nemendur hafa nú svarað könnuninni. Stærstu skólarnir eiga eftir eitt úrtak í maí, en ekki er við því að búast að staða þeirra skóla breytist mikið úr þessu. Þau sveitarfélög sem […]

17. apríl, 2019

Alla niðurstöður úr foreldra- og starfsmannakönnunum leik- og grunnskóla fyrir árið 2019 hafa nú verið unnar í Skólavoginni. Niðurstöðum úr nemendakönnun 1. – 5. bekkjar verður bætt við nú í maí og síðustu úrtökum nemendakönnunar 6. – 10. bekkjar verður bætt við í maí og júní.