Heildarniðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins 2012-2013
4. júní, 2013
Niðurstöður úr síðustu nemendamælingu Skólapúlsins hafa nú verið fluttar yfir í Skólavogina. Í heildina svöruðu 15.797 nemendur nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2012-2013. Niðurstöður í Skólavoginni gefa nú til kynna uppsöfnuð meðaltöl mælinga sem dreift var samhverft yfir allt skólaárið. Svarhlutfall í hverri mælingu var að lágmarki 80%. Næstu niðurstöður sem birtar verða í Skólavoginni eru rekstrarupplýsingar fyrir almanaksárið 2012, þær verða birtar í upphafi næsta skólaárs. Í upphafi næsta skólaárs er jafnframt fyrirhugaður samráðsfundur um notkun og frekari þróun Skólavogarinnar. Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hringja í síma 5830700 eða senda tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is