Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2016

10. nóvember, 2016

Hátt í 5000 grunnskólanemar víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og október. Niðurstöðurnar má nálgast í Skólavoginni og verða þær uppfærðar í hverjum mánuði út skólaárið.

Það fer eftir stærð skólanna hversu oft þeir mæla yfir skólaárið. Nemendum 6. til 10. bekkja hvers skóla er dreift á eins mörg 40 nemenda […]

22. september, 2016

Í desember 2011 gerði Samband íslenskra sveitarfélaga samning til fimm ára við Skólapúlsinn ehf. um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogar og var verkefninu ýtt úr vör í ársbyrjun 2012. Í árslok 2016 lýkur gildistíma samningsins og er þá formlegri aðkomu sambandsins að verkefninu lokið. Skólavogin heldur þó áfram að þróast sem verkfæri hjá Skólapúlsinum í samráði […]

24. maí, 2016

Niðurstöður samræmdra prófa frá því í haust eru nú aðgengilegar í Skólavoginni ásamt rekstrarupplýsingum leikskóla.

Mælingar hafa farið fram í öllum könnunum skólaársins hjá Skólapúlsinum og er maí síðasti mælingarmánuður nemendakönnunar. Niðurstöður þeirrar mælingar verða hluti af niðurstöðum sveitarfélaga í upphafi næsta mánaðar.

18. maí, 2016

Skólapúlsinn býður til vorfundar þann 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:
9.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- […]

12. maí, 2016

Í dag var tekin í notkun skilvirkari aðferð við að færa skýrslur yfir á pdf form á síðunni nidurstodur.skolavogin.is. Nú tekur styttri tíma að útbúa slík skjöl sem dregur verulega úr líkum á því að upp komi vandamál við þá aðgerð í kerfinu.

2. febrúar, 2016

Skólaárið er nú rúmlega hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.

Nú stendur yfir foreldrakönnun í grunnskólum og starfsmannakönnun í leikskólum og mun gagnasöfnun standa yfir til loka febrúarmánaðar. Í mars fer svo fram foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.

Niðurstöður samræmdra prófa verða settar inn í Skólavogina þegar þær berast frá […]