Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2020

30. október, 2020

Starfsmannapúlsinn gerir skólum og sveitarfélögum mögulegt að samræma starfsmannakannanir leik- og grunnskóla við starfsmannakannanir annarra vinnustaða innan sveitarfélagsins. Starfsmannapúlsinn var nýlega kynntur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2020. Horfa má á kynninguna hér: https://vimeo.com/473793662

29. júní, 2020

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is eða hringja í síma 5830700.

7. maí, 2020

Skólavogin býður til vorfundar miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Zoom. Krækju á fundinn má finna hér: https://us02web.zoom.us/j/84027222903

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

[…]

27. apríl, 2020

Nemendakönnun 1. – 5. bekkjar er nú aðgengileg á fimm tungumálum. Þeir nemendur sem ekki hafa enn náð tök á lestri geta nú fengið spurningar og svarmöguleika lesna fyrir sig á íslensku, ensku, pólsku, dönsku og sænsku.

27. apríl, 2020

Í ljósi þess að skólahald er nú aftur að komast í samt horf verður skrifstofa Skólavogarinnar nú aftur opin frá klukkan 08:00-16:00 alla virka skóladaga frá og með 4. maí. Bestu kveðjur, Starfsfólk Skólavogarinnar 

1. apríl, 2020

Vegna röskunar á skólahaldi verður skrifstofa Skólavogarinnar nú einungis opin frá klukkan 09:00-13:00 alla virka skóladaga. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is ef erindið þolir enga bið. Bestu kveðjur, Starfsfólk Skólavogarinnar

24. mars, 2020

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta framkvæmd nemendakönnunar 1. – 5. bekkjar sem fyrirhuguð var í apríl fram í maí. Nánari upplýsingar um könnunina og framkvæmd hennar er að finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=2402

14. febrúar, 2020

Sjálfvirka úthringiverið var prófað í fyrradag í 10 skólum (um 1000 foreldrar) til að minna  á yfirstandandi foreldrakönnun. Árangurinn af úthringingunum var töluverður  7-11% aukning í svarhlutfalli samanborið við 1-2% aukningu hjá þeim skólum sem einungis fengu tölvupóst. Tæplega tvær vikur voru síðan foreldrunum var boðið þátt að taka þátt í könnuninni í fyrsta sinn. […]

10. janúar, 2020

Skólapúlsinn tók nýverið í notkun forritanleg raddskilaboð (e. programmable voice) til notkunar við áminningar í könnunum. Skilaboðin eru lesin upp af talgervli á íslensku eða ensku. Viðtakandi getur jafnframt valið að fá viðkomandi könnun senda aftur á tölvupóstfangið sitt. Vonir standa til að raddskilaboðin hjálpi til við að ná sem bestu svarhlutfalli í könnunum Skólapúlsins.