Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2017

11. desember, 2017

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð frá frá 21.desember til og með 2. janúar. Starfsfólk Skólavogarinnar óskar starfsfólki sveitarfélaga um allt land gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

3. nóvember, 2017

í Skólavoginni er nú að finna þrjár nýjar skýrslur: 1. Fyrstu niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2017-2018 , 2. Rekstarupplýsingar leikskóla fyrir almanaksárið 2016 og 3. Rekstarupplýsingar grunnskóla fyrir almanaksárið 2016. Nokkrar uppfærslur og breytingar hafa verið gerðar á Skólavoginni eftir ábendingar frá notendum: 1. Nýjum matsþætti (1.9 Hlutfall heilsdagsígilda) hefur verið bætt við rekstrarupplýsingar leikskóla., 2. Heilsdagsígildi hvers leikskóla […]

17. ágúst, 2017

Notendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í […]

4. júlí, 2017

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð frá mánudeginum 10. júlí til mánudagsins 17. júlí vegna sumarleyfa.

2. júní, 2017

Vorfundur Skólapúlsins fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Góðar umræður sköpuðust um innihald og framkvæmd kannana á öllum skólastigum. Í kjölfarið var ákveðið að breyta orðalagi og fella út nokkrar spurningar. Helstu breytingar á komandi skólaári verður að finna í foreldrakönnun leikskóla þar sem spurningum sem snerta upplýsingamiðlun til foreldra verður fækkað úr 10 í […]

17. maí, 2017

Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:
09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- […]

10. apríl, 2017

Niðurstöður úr foreldrakönnun grunnskóla og starfsmannakönnun leikskóla sem fram fóru í febrúar eru nú aðgengilegar í Skólavoginni. Niðurstöður nemendakönnunarinnar eru einnig uppfærðar mánaðarlega en nú hafa tæplega 13.000 nemendur svarað könnuninni það sem af er þessu skólaári.

Síðar í mánuðinum verða niðurstöður úr foreldrakönnun leikskóla og starfsmannakönnun grunnskóla sem fram fóru í mars einnig aðgengilegar í Skólavoginni.

 

12. janúar, 2017

Skólaárið er nú hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.

Í febrúar fer fram samræmd foreldrakönnun í grunnskólum og samræmd starfsmannakönnun í leikskólum og mun gagnasöfnun standa yfir til loka febrúarmánaðar. Í mars verður gerð foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.

Skýrslum með rekstrarupplýsingum grunnskóla fyrir árið 2015 var skilað fyrr í […]