Aðalsíða » Um gögnin

Um gögnin

Söfnun gagna í Skólavogina hefur það að markmiði að veita forsvarsmönnum skóla og sveitarfélaga áreiðanlegan og réttmætan samanburð við önnur sveitarfélög á þáttum sem varða gæði skólastarfs. Verkefnisstjórn Skólavogarinnar mótar áherslur þess hvaða gögnum er safnað í Skólavogina. Í verkefnisstjórninni sitja tveir fulltrúar sveitarfélaga, einn fulltrúi Sambandsins og einn frá Skólapúlsinum ehf. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu gögn sem Skólavogin mun geyma um skóla þeirra sveitarfélaga sem kjósa að taka þátt í Skólavoginni.

a) Námsárangur nemenda (Námsmatsstofnun).
b) Lykiltölur er varða rekstur skólans svo sem rekstrarkostnaður á hvern nemanda (Upplýsingaveita Sambandsins, Hagstofa Íslands).
c) Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna gagnvart skólastarfinu (Kannanir Skólapúlsins hjá þátttökusveitarfélögum).

Hér fyrir neðan er hlekkur sem leiðir inn á samantekt Hafnarfjarðarbæjar á niðurstöðum Skólavogarinnar en hún gefur hugmynd um hvernig hægt er að vinna úr upplýsingunum:

Samantekt á niðurstöðum fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar