Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2021

18. ágúst, 2021

Nú í haust verða rafræn skilríki gerð að skyldu við innskráningu í niðurstöðukerfi Skólavogarinnar. Tilgangur þess er að auka öryggi við aðgang að niðurstöðum. Rafræn skilríki munu virka sjálfkrafa við innskráningu ef kennitala var gefin upp við stofnun notendareikningsins. Ef engin kennitala er tengd viðkomandi notendareikningi er viðkomandi notandi beðin um að skrá sig […]

17. ágúst, 2021

Heildaruppfærsla á myndritum og PDF vinnslu fer nú fram í niðurstöðukerfi Skólapúlsins. Það fyrsta sem tekið hefur verið í notkun eru gagnvirk efnisyfirlit í PDF skjölum. Nú er hægt að smella á kaflaheiti í efnisyfirlit PDF skjalanna og fletta þar með beint á viðkomandi kafla. Töflur og myndir brotna nú einnig betur á milli blaðsíðna […]

17. maí, 2021

Skólavogin býður til vorfundar fimmtudaginn 10. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Zoom. Krækju á fundinn má finna í tölvupósti.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun ásamt […]

26. mars, 2021

Málþing samráðshóps um forvarnir hjá Reykjavíkurborg var haldið þann 25. mars. Á þinginu var Skólapúlsinum boðið að kynna þróun á heildarniðurstöðum úr Skólavog Reykjavíkurborgar sem tengjast forvörnum. Helstu niðurstöður eru að líðan nemenda í 6. – 10. bekk í Reykjavík (sem og annars staðar á landinu) hefur dalað töluvert á  undanförnum 6 árum. Einnig hefur […]

12. janúar, 2021

Öryggisfyrirtækið Syndis framkvæmdi nýverið öryggisskimun á innskráningargátt Skólavogarinnar/Skólapúlsins. Uppsetning innskráningargáttanna stóðst öll helstu öryggispróf sem framkvæmd voru. Í kjölfar skimunarinnar voru innskráningargáttirnar uppfærðar samkvæmt leiðbeiningum Syndis til að styrkja öryggi þeirra enn frekar.

6. janúar, 2021

Skv. þjónustussamningi hvers skóla við Skólapúlsinn er Skólapúlsinum gefið leyfi til að miðla tölulegum upplýsingum um skólann til fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi. Fram til þessa hefur einungis verið um að ræða sérstakar Skólavogarskýrslur þar sem heildarupplýsingar hafa verið teknar saman fyrir hvert sveitarfélag. Á undanförnum árum hafa notendur Skólavogarinnar óskað eftir að fá einnig sjálfvirkan […]