Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2023

9. júní, 2023

Á liðnu starfsári framkvæmdi Reykjarvíkurborg ítarlegt mat á
persónuvernd (MÁP) á þeirri gagnasöfnun og -vinnslu sem Skólapúlsinn sinnir
fyrir borgina. Niðurstaðan var sú að allar öryggiskröfur væru uppfylltar og að meðferð
persónuupplýsinga á öllum stigum væri tryggð með fullnægjandi hætti.

9. júní, 2023

Skólapúlsinn hélt árlegan vorfund með notendum vefkerfa fyrirtækisins þann 25. maí s.l. Fundurinn var rafrænn á Zoom líkt og undanfarin ár. Efni fundarins var innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið var yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Hægt er […]

10. janúar, 2023

Í haust var ákveðið að endurhanna niðurstöðuskýrslur
nemendakönnunar Skólapúlsins í Skólavoginni fyrir stærri sveitarfélög.
Markmiðið var að gera fræðsluyfirvöldum hægar um vik að fá góða yfirsýn yfir bæði
heildarniðurstöður sem og stöðu ólíkra svæða innan sveitarfélagsins. Í reynd
var núverandi skýrslu skipt út fyrir eina yfirskýrslu og nokkrar undirskýrslur þar
sem hver skýrsla nær yfir skilgreint þjónustusvæði innan sveitarfélagsins og
skóla […]