Íslandskort og nýtt súlurit
6. janúar, 2014
Á nýju ári höfum við staðið í ströngu við að bæta Skólavogina. Það sem er nýtt af nálinni er Íslandskort sem sýnir meðaltöl allra sveitarfélaga á ýmsum matsþáttum. Íslandskortið er sýnilegt fyrir meðaltöl úr samræmdum prófum og yfir rekstrarupplýsingar sveitarfélagasins. Hægt er að nálgast kortin neðst á síðu hvers matsþáttar fyrir sig.
Einnig höfum við bætt við súluriti sem birtist fyrir þá 19 matsþætti sem sýna viðhorf nemenda. Súluritið sýnir niðurstöður sveitarfélagsins eftir aldri í samanburði við önnur sveitarfélög.