Nú hafa 7118 nemendur svarað kjarnaspurningalista Skólapúlsins það sem af er skólaári. Öll uppsöfnuð meðaltöl í Skólavoginni eru uppfærð mánaðarlega og hafa þau nú náð miklum stöðugleika.
Námsmatsstofnun hefur enn ekki gefið út tölur um árangur einstakra skóla á samræmdu prófunum frá því í haust. Þeim mun bætt í Skólavogina um leið og þær verða aðgengilegar.
Nokkur sveitarfélög skiluðu tölum um innri húsaleigu og skólaakstur til Sambandsins fyrir árið 2011. Þessar tölur eru nú aðgengilegar í Skólavoginni undir flipanum Greining – Rekstarupplýsingar – Almennar breytur. Ein afleidd breyta hefur verið búin til úr þessum gögnum með því að deila innri húsaleigu með fjölda nemenda í hverjum skóla. Þá breytu má sjá […]
Hýsingaraðili Skólavogarinnar mun framkvæma uppfærslu á vefþjónum sínum í fyrramálið á milli 04:00 og 12:00. Af þeim sökum verður ekki hægt að vinna í kerfinu á umræddu tímabili. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.
Rúmlega 4000 nemendur víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og októbermælingu Skólapúlsins. Þessa dagana er unnið að flutningi gagnanna yfir í gagnagrunn Skólavogarinnar þar sem að fræðsluyfirvöld í hverju sveitarfélagi geta nálgast samræmdar tölulegar upplýsingar um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda í sínu sveitarfélagi í nafnlausum samanburði við skóla annarra […]
Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólapúlsinn og nú Skólavogina.
Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi […]