Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2013

12. september, 2013

Yfirlitssíða seinasta árs hefur nú verið færð til geymslu. Hægt er að nálgast eldri yfirlitssíður í Skólavoginn með því að smella á krækjur undir yfirskriftinni eldri yfirlit. Greiningarhluti Skólavogarinnar inniheldur nú jafnframt krækjur fyrir almanaksárin 2011 og 2012 ásamt krækjum fyrir núverandi og síðasta skólaár. Þegar líða tekur á núverandi skólaár verður hægt að skoða […]

12. september, 2013

Samræmdar rekstarupplýsingar fyrir almanaksárið 2012 bárust til Skólavogarinnar í gær. Unnið er að úrvinnslu og birtingu og ættu nýjar tölur að birtast í Skólavoginni fyrir mánðarmótin september – október. Notendur verða látnir vita í tölvupósti um leið og nýju upplýsingarnar eru aðgengilegar.

12. september, 2013

Eftir ábendingar frá notendum hefur þremur nýjum gerðum súlurita verið bætt við Skólavogina. Súluritin birtast fast fyrir neðan töfluna með yfirliti yfir skóla sveitarfélagsins. Fyrstu tvö súluritin sýna niðurstöður sveitarfélagsins miðað við landsvæði og fjölda í sveitarfélagi. Þau eru birt fyrir alla 138 matsþætti Skólavogarinnar. Þriðja súluritið birtist fyrir þá 19 matsþætti sem sýna viðhorf nemenda og sýnir […]

21. ágúst, 2013

Rekstrarupplýsingar fyrir almanaksárið 2012 liggja ekki fyrir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrr en í byrjun september. Þeim verður bætt við Skólavogina um leið og þær berast.

15. júlí, 2013

Skólavogin flutti í vor í nýja skrifstofu að Austurstræti 17 og er kominn með nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 5830700. Síminn er opinn frá 08:00-16:00 alla virka daga. Ráðgjöf um notkun kerfisins og túlkun niðurstaðna er innifalin í áskrift að Skólavoginni.

4. júní, 2013

Niðurstöður úr síðustu nemendamælingu Skólapúlsins hafa nú verið fluttar yfir í Skólavogina. Í heildina svöruðu 15.797 nemendur nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2012-2013. Niðurstöður í Skólavoginni gefa nú til kynna uppsöfnuð meðaltöl mælinga sem dreift var samhverft yfir allt skólaárið. Svarhlutfall í hverri mælingu var að lágmarki 80%. Næstu niðurstöður sem birtar verða í Skólavoginni eru rekstrarupplýsingar fyrir almanaksárið […]

7. maí, 2013

Niðurstöður samræmdrar foreldra- og starfsmannakönnunar Skólapúlsins hafa nú verið fluttar í Skólavogina. Svarhlutfall í könnununum var mjög gott. Af þeim 103 skólum sem tóku þátt í foreldrakönnuninni í febrúar náðu 95 skólar a.m.k. 70% svarhlutfalli. Af þeim 63 skólum sem tóku þátt í starfsmannakönnuninni í mars náði 61 skóli a.m.k. 70% svarhlutfalli. Þegar svarhlutfall er […]

28. febrúar, 2013

Í febrúar var Skólavogin flutt á nýjan vefþjón og leitaryfirlit í gagnagrunni kerfisins aukin. Kerfið er nú mun hraðvirkara og þolir mun meira álag en áður.

28. febrúar, 2013

Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2012 eru nú komnar í Skólavogina. Auk meðaltala eru niðurstöðurnar flokkaðar í fjórðunga eftir einkunnum í samanburði við flokkun annarra sveitarfélaga. Hver aðgangur hefur því sérstakan samanburð sem hæfir viðkomandi sveitarfélagi.

3. janúar, 2013

Nú hafa 7118 nemendur svarað kjarnaspurningalista Skólapúlsins það sem af er skólaári. Öll uppsöfnuð meðaltöl í Skólavoginni eru uppfærð mánaðarlega og hafa þau nú náð miklum stöðugleika.