Aðalsíða

Ný súlurit og nýjar niðurstöður

3. apríl, 2014

Fjölmargt nýtt er nú að finna í Skólavoginni. Í fyrsta lagi ber að nefna ný súlurit sem sýna niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins eftir kyni og aldri. Í öðru lagi þá hafa niðurstöður nemendakönnunarinnar nú verið uppfærðar eftir síðustu könnun sem fram fór í mars síðastliðnum.  Í þriðja og síðasta lagi eru niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins sem fram fór í febrúar síðastliðnum nú aðgengilegar í Skólavoginni.