Aðalsíða

Ný súlurit fyrir svæði, íbúafjölda og kyn

12. september, 2013

Eftir ábendingar frá notendum hefur þremur nýjum gerðum súlurita verið bætt við Skólavogina. Súluritin birtast fast fyrir neðan töfluna með yfirliti yfir skóla sveitarfélagsins. Fyrstu tvö súluritin sýna niðurstöður sveitarfélagsins miðað við landsvæði og fjölda í sveitarfélagi. Þau eru birt fyrir alla 138 matsþætti Skólavogarinnar. Þriðja súluritið birtist fyrir þá 19 matsþætti sem sýna viðhorf nemenda og sýnir niðurstöður sveitarfélagsins eftir kyni í samanburði við önnur sveitarfélög.