Aðalsíða » Archive

Articles Archive for Year 2015

14. maí, 2015

Vegna nýlegrar umfjöllunar um Skólapúlsinn viljum við koma því á framfæri að leyfi var fengið hjá þáverandi skólastjóra Landakotsskóla fyrir notkun á myndum í kynningarefni Skólapúlsins sem og leyfi hjá foreldrum allra barna sem fram koma á myndunum.

Jafnframt kemur ekki fram í svari Skólapúlsins til Persónuverndar frá árinu 2010 að litið sé á nemendur sem […]

8. maí, 2015

Skólapúlsinn býður til vorfundar þann 3. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

9.00-10.30 Leikskóli: […]

6. maí, 2015

Vegna nýlegrar umræðu um eignarhald upplýsinga í samræmdri nemendakönnun Skólapúlsins er vert að árétta þrennt:

1. Svör í könnunum Skólapúlsins eru aldrei vistuð undir nafni eða öðrum persónuauðkennum.

2. Hver skóli sem ákveður að taka þátt í samræmdri könnun framkvæmir könnunina í sínum skóla og er eigandi allra gagna samkvæmt þjónustusamningi sem gerður er við Skólapúlsinn.

3. Skólapúlsinum […]

5. mars, 2015

Niðurstöður samræmdra prófa frá því í haust eru nú aðgengilegar í Skólavoginni.  Niðurstöður nemendakönnunarinnar hafa einnig verði uppfærðar en nú hafa rúmlega tíu þúsund nemendur í 6.-10. bekk svarað nemendakönnuninni það sem af er þessu skólaári. Í vor verður ný útgáfa af Skólavoginni tekin í notkun. Nýja útgáfan byggir á reynslu notenda af gamla kerfinu og […]

12. janúar, 2015

Skólaárið er nú hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.

Framundan eru fjórar samræmdar gagnasafnanir. Í febrúar fer fram foreldrakönnun í grunnskólum og ný starfsmannakönnun í leikskólum. Í mars fer fram foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.

Formgerðargreiningu hefur verið beitt á fyrirliggjandi gögn til að fjarlægja spurningar sem notendur upplifa sem […]