Aðalsíða » Tveggja þátta auðkenning

Tveggja þátta auðkenning

Frá 1. september 2024 mun innskráning í vefkerfi Skólapúlsins, Skólavogarinnar og Vísra rannsókna notast við tveggja þátta auðkenningu í stað rafrænna skilríkja. Þetta er tilkomið vegna breytts aðgengis að Stafrænu Íslandi.

Allir notendur verða því að setja upp auðkenningarsmáforrit (app) í snjallsíma til að skrá sig inn í kerfið eigi síðar en 1. september n.k. Frá og með 1. júní verður einungis hægt að skoða niðurstöðuskýrslur með þessari nýju innskráningaraðferð.

Þessi breyting er einföld í uppsetningu og tekur örfáar mínútur. Hægt er að virkja tveggja þátta auðkenningu hvernær sem er, og hvetjum við ykkur til að huga að því fyrr en síðar.

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu og notkun:

Þegar notendur hafa virkjað tveggja þátta auðkenningu inni á vefsvæði Skólavogarinnar þurfa þeir framvegis að skrá sig inn með því að setja inn tölvupóst, lykilorð og 6 tölustafi sem sóttir eru í auðkenningarsmáforritið.

Þeir notendur, sem enn muna sitt gamla lykilorð fyrir Skólavogina, geta notað það áfram. Þeir sem hafa gleymt því og þeir sem einungis hafa notað rafræn skilríki við innskráningu geta óskað eftir lykilorði á innskráningarsíðunni skolavogin.is með því að smella á „Nýtt lykilorð“.

Hægt er að nota ýmis auðkennissmáforrit í snjallsíma, en fyrir þá sem ekki nota slík smáforrit nú þegar eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þau eru sótt hér að neðan. Þetta þarf einungis að gera einu sinni. Athugið að íslenska Auðkenningarappið er EKKI hægt að nota í þessum tilgangi.

Veljið það sem við á:

  • Til að setja upp auðkennissmáforrit í Iphone síma, smelltu hér.
  • Til að setja upp auðkennissmáforrit í Android síma, smelltu hér.

Þau sem hafa nú þegar sett upp auðkennissmáforrit skulu smella hér.