Tenging auðkennissmáforrits við vefsvæði Skólavogarinnar
Hafi auðkennisforrit á borð við Microsoft Authenticator eða Authy þegar verið sett upp á símanum þarf einungis að finna finna QR kóða á vefsvæði viðkomandi notanda hjá Skólapúlsinum til að skanna og búa til tengingu við auðkennissmáforritið. Þetta þarf einungis að gera einu sinni. Athugið að Íslenska Auðkennisappið er ekki hægt að nota í þessum tilgangi.
Skref 1: Skráðu þig inn á www.skolavogin.is í öðru tæki en á símanum, t.d. tölvu, með venjulegum hætti (rafrænum skilríkjum).
Skref 2: Farið í Stillingar => Tveggja þátta auðkenning. (Mynd 1).
Skref 3: Þá blasir við persónulegur QR kóði (Mynd 2).
Skref 4: Finnið auðkennissmáforritið í símanum (s.s. Microsoft Authenticator eða Authy) og veljið „Add user“ eða smellið á plúsmerkið, þetta getur verið mismunandi eftir forritum en í Microsoft Authenticator er það plúsmerki í efra horni til hægri (Mynd 3).
Skref 4: Veljið „Other (Google, Facebook, etc.)“ (Mynd 4).
Skref 5: Þá opnast myndavélargluggi sem þarf að beina að QR kóðanum á vefsvæði Skólapúlsins sbr. skref 3. (Mynd 5).
Þegar tengingu hefur verið komið á er tveggja þátta auðkenning tilbúin til notkunar og 6 talna lykilorð birtist á skjánum (Mynd 6).
Skref 6: Þennan talnakóða þarf nú að setja inn í kassann sem er að finna undir QR kóðanum og smella á Staðfesta tveggja þátta auðkenningu (Mynd 7).
Þetta 6 tölustafa lykilorð, sem sést þegar smáforritið er opnað, þarf nú að nota við hverja innskráningu í vefkerfið ásamt netfangi og lykilorði (lykilorðið breytist á 30 sekúndna fresti svo það þarf ekki að leggja á minnið heldur sækja í smáforritinu hverju sinni).