Aðalsíða » Námskeið

Námskeið

Skólapúlsinn ehf.  býður notendum Skólavogarinnar uppá námskeið í notkun megindlegra rannsóknarniðurstaðna. Námskeiðin eru sniðin að áherslum hvers sveitarfélags fyrir sig. Lengd, efnistök og verð eru ákveðin í samráði við notendur á hverjum stað.

Kennari er Kristján Ketill Stefánsson. Kristján er með doktorspróf í menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Kristján hefur á undanförnum árum unnið við kennslu á þroskasálfræði og aðferðafræði við Háskóla Íslands og sérhæft sig í notkun megindlegra rannsóknaraðferða í þróunarstarfi skóla.