Aðalsíða » Framkvæmd

Framkvæmd

1. Skráning

Skráning sveitarfélags fer fram hér á heimsíðu Skólavogarinnar. Við skráningu er tengiliður sveitarfélagsins skráður. Tengiliðurinn mun geyma lykilorð sveitarfélagsins að Skólavoginni og mun sjá um umsýslu Skólavogarinnar í viðkomandi sveitarfélagi. Umsýslan getur m.a. verið fólgin í því að keyra greiningar í Skólavoginni og túlka þær fyrir skólastjórnendur og sveitarstjórnarmenn.

2. Uppfærsla gagna

Gögnin í Skólavoginni eru uppfærð um leið og þau berast frá viðkomandi stofnun. Sem dæmi má nefna að niðurstöður úr samræmdum prófum liggja venjulega fyrir í nóvember og rekstrarupplýsingar skóla fyrir árið á undan liggja sem oftast fyrir á vorin. Tilkynning er send á alla tengiliði Skólavogarinnar um leið og nýjum gögnum hefur verið bætt í Skólavogina.

3. Greining og túlkun

Niðurstöðursíður og greiningartöflur Skólavogarinnar gera ráð fyrir nánari eftirvinnslu í hefðbundnum hugbúnaði s.s. PowerPoint, Excel og PDF. Innifalið í áskrift að Skólavoginni er ráðgjöf í síma 5830700 varðandi notkun og greiningu gagna úr Skólavoginni.