Uppsetning auðkennissmáforrits fyrir Android síma
Skref 1: Fyrst þarf að sækja auðkennissmáforrit í snjallsíma. Dæmi um smáforrit sem hægt er að nota eru t.d. Microsoft Authenticator eða Authy. Athugið að Íslenska Auðkennisappið er ekki hægt að nota í þessum tilgangi. Leiðbeiningarnar hér á eftir miðast við Microsoft Authenticator.
Skref 2: Til að finna smáforritið er hægt að gera annað af eftirtöldu:
- Farið í Play Store á símanum og skrifið Microsoft Authenticator í leitargluggann.
- EÐA: Smellið á þennan hlekk til að skanna QR kóða fyrir Android af vefsíðu Microsoft með myndavélinni í símanum: https://www.microsoft.com/en-us/security/mobile-authenticator-app#overview
Skref 3: Smellið á „Install“ til að hlaða smáforritinu niður í símann (Mynd 1).
Skref 4: Smellið á „Open“ þegar niðurhalinu er lokið. Óþarfi er að heimila sendingu tilkynninga í smáforritið (e. notifications) svo við mælum með því að velja „Don’t allow„. (Mynd 2).
Skref 5: Veljið „Accept“ (Mynd 3).
Skref 6: Veljið „Continue“ (Mynd 4).
Skref 7: Veljið valkostinn „Scan a QR code“ (Mynd 5).
Skref 8: Þá biður smáforritið um leyfi til að tengjast myndavélinni í símanum. Smellið á „While using the app“ til að heimila það (Mynd 6).
Þá birtist myndavélargluggi (Mynd 7).
Skref 9: Til að finna QR kóðann til að skanna í myndavélarglugganum þarf að skrá sig inn í öðru tæki en símanum, t.d. tölvu, með venjulegum hætti (rafrænum skilríkjum) á www.skolavogin.is.
Farið í Stillingar => Tveggja þátta auðkenning. (Mynd 8).
Þar er persónulegur QR kóði sem beina þarf myndavélarglugganum í símanum að. Þegar það er komið, er tveggja þátta auðkenning tilbúin til notkunar (Mynd 9).
Þá hefur auðkenningarforritið tengst vefsvæðinu og 6 talna lykilorð birtist á skjánum (Mynd 10).
Skref 10: Þennan talnakóða þarf nú að setja inn í kassann sem er að finna undir QR kóðanum og smella á Staðfesta tveggja þátta auðkenningu (Mynd 11).
Þetta 6 tölustafa lykilorð, sem sést þegar smáforritið er opnað, þarf nú að nota við hverja innskráningu í vefkerfið ásamt netfangi og lykilorði (lykilorðið breytist á 30 sekúndna fresti svo það þarf ekki að leggja á minnið heldur sækja í smáforritinu hverju sinni).