Aðalsíða » Markmið

Markmið

Markmið með uppbyggingu Skólavogarinnar er að gefa sveitarstjórnum og skólastjórnendum möguleika á að fylgjast kerfisbundið með þróun ýmissa þátta í skólastarfinu. Samræmdum upplýsingum sem liggja til grundvallar endanlegri niðurstöðu er safnað inn fyrir hvern skóla fyrir sig. Úr þeim er síðan unnið á samræmdan hátt fyrir hvert sveitarfélag sem er aðili að þessu verkefni.
Skólavogin byggir á þremur meginstoðum. Þær eru sem hér segir:

a) Námsárangur nemenda
b) Lykiltölur er varða rekstur skólans svo sem rekstrarkostnaður á hvern nemanda
c) Viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna gagnvart skólastarfinu

Vefkerfið sem Skólavogin byggir á gefur viðkomandi aðilum möguleika á að bera niðurstöður hvers árs fyrir sérhvern skóla saman við niðurstöður skólans frá fyrri árum. Einnig skal vera mögulegt að bera þær saman við niðurstöður hliðstæðra skóla, bæði innan sama sveitarfélags svo og hjá öðrum sveitarfélögum sem eru aðilar að þessu verkefni. Verkefni þetta er unnið að norskri fyrirmynd og hefur verið keyrt sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga um nokkurra ára skeið.

Til að koma í veg fyrir aukið álag á skólastarf skal nýta helstu niðurstöður Skólapúlsins inn í samanburð í Skólavoginni (sjá www.skolapulsinn.is/um).