Notendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í […]
Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð frá mánudeginum 10. júlí til mánudagsins 17. júlí vegna sumarleyfa.
Vorfundur Skólapúlsins fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Góðar umræður sköpuðust um innihald og framkvæmd kannana á öllum skólastigum. Í kjölfarið var ákveðið að breyta orðalagi og fella út nokkrar spurningar. Helstu breytingar á komandi skólaári verður að finna í foreldrakönnun leikskóla þar sem spurningum sem snerta upplýsingamiðlun til foreldra verður fækkað úr 10 í […]
Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- […]
Niðurstöður úr foreldrakönnun grunnskóla og starfsmannakönnun leikskóla sem fram fóru í febrúar eru nú aðgengilegar í Skólavoginni. Niðurstöður nemendakönnunarinnar eru einnig uppfærðar mánaðarlega en nú hafa tæplega 13.000 nemendur svarað könnuninni það sem af er þessu skólaári.
Síðar í mánuðinum verða niðurstöður úr foreldrakönnun leikskóla og starfsmannakönnun grunnskóla sem fram fóru í mars einnig aðgengilegar í Skólavoginni.
Skólaárið er nú hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.
Í febrúar fer fram samræmd foreldrakönnun í grunnskólum og samræmd starfsmannakönnun í leikskólum og mun gagnasöfnun standa yfir til loka febrúarmánaðar. Í mars verður gerð foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.
Skýrslum með rekstrarupplýsingum grunnskóla fyrir árið 2015 var skilað fyrr í […]
Hátt í 5000 grunnskólanemar víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og október. Niðurstöðurnar má nálgast í Skólavoginni og verða þær uppfærðar í hverjum mánuði út skólaárið.
Það fer eftir stærð skólanna hversu oft þeir mæla yfir skólaárið. Nemendum 6. til 10. bekkja hvers skóla er dreift á eins mörg 40 nemenda […]
Í desember 2011 gerði Samband íslenskra sveitarfélaga samning til fimm ára við Skólapúlsinn ehf. um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogar og var verkefninu ýtt úr vör í ársbyrjun 2012. Í árslok 2016 lýkur gildistíma samningsins og er þá formlegri aðkomu sambandsins að verkefninu lokið. Skólavogin heldur þó áfram að þróast sem verkfæri hjá Skólapúlsinum í samráði […]
Niðurstöður samræmdra prófa frá því í haust eru nú aðgengilegar í Skólavoginni ásamt rekstrarupplýsingum leikskóla.
Mælingar hafa farið fram í öllum könnunum skólaársins hjá Skólapúlsinum og er maí síðasti mælingarmánuður nemendakönnunar. Niðurstöður þeirrar mælingar verða hluti af niðurstöðum sveitarfélaga í upphafi næsta mánaðar.
Skólapúlsinn býður til vorfundar þann 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
9.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- […]