Aðalsíða

Þrjár nýjar skýrslur í Skólavoginni

3. nóvember, 2017

í Skólavoginni er nú að finna þrjár nýjar skýrslur: 1. Fyrstu niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2017-2018 , 2. Rekstarupplýsingar leikskóla fyrir almanaksárið 2016 og 3. Rekstarupplýsingar grunnskóla fyrir almanaksárið 2016. Nokkrar uppfærslur og breytingar hafa verið gerðar á Skólavoginni eftir ábendingar frá notendum: 1. Nýjum matsþætti (1.9 Hlutfall heilsdagsígilda) hefur verið bætt við rekstrarupplýsingar leikskóla., 2. Heilsdagsígildi hvers leikskóla eru nú birt ásamt fjölda barna í töflu á síðu hvers matsþáttar., 3. Matsþættir sem ekki var hægt að skoða eftir einststökum skólum hafa verið fjarlægðir. Niðurstöðurnar eru aðgengilegar á síðunni http://nidurstodur.skolavogin.is fyrir þau netföng sem skráð eru með eigendaaðgang í kerfinu.