Fyrstu nemendagögn veturinn 2016-2017
10. nóvember, 2016
Hátt í 5000 grunnskólanemar víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og október. Niðurstöðurnar má nálgast í Skólavoginni og verða þær uppfærðar í hverjum mánuði út skólaárið.
Það fer eftir stærð skólanna hversu oft þeir mæla yfir skólaárið. Nemendum 6. til 10. bekkja hvers skóla er dreift á eins mörg 40 nemenda úrtök og hægt er. Sé fjöldi nemenda undir 80 er skólum samt sem áður gefinn kostur á að mæla tvisvar sinnum til að meta áhrif inngripa, þ.e. við upphaf og lok skólaárs, venjulega í október og apríl.
Rekstrarniðurstöður grunn- og leikskóla hafa borist og verður tilkynning send til tengiliða þegar skýrslur með samantekt þeirra liggja fyrir.