Aðalsíða

Ný könnun fyrir 1.-5. bekk væntanleg í Skólapúlsinn

17. ágúst, 2017

Notendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í fyrsta sinn í apríl 2018. Könnunin beinist fyrst um sinni einungis að viðhorfum til lestrar innan og utan skólans. Tölulegum niðurstöðum úr þessari nýju könnun mun, með leyfi skólanna, verða veitt áfram til viðkomandi sveitarfélaga í Skólavoginni líkt og gert er með aðrar kannanir í Skólapúlsinum.