Aðalsíða

Fyrstu nemendagögn veturinn 2012-2013

2. nóvember, 2012

Rúmlega 4000 nemendur víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og októbermælingu Skólapúlsins. Þessa dagana er unnið að flutningi gagnanna yfir í gagnagrunn Skólavogarinnar þar sem að fræðsluyfirvöld í hverju sveitarfélagi geta nálgast samræmdar tölulegar upplýsingar um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda í sínu sveitarfélagi í nafnlausum samanburði við skóla annarra sveitarfélaga. Búist er við því að birtingu verði lokið í byrjun næstu viku.