Aðalsíða

Hvað er Skólavogin?

9. janúar, 2012

Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólapúlsinn og nú Skólavogina.

 Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við valin sveitarfélög árið 2007. Skólavogin skilar samanburði á viðhorfi nemenda, foreldra og kennurum í grunnskólum, árangri nemenda og ýmsum rekstrarupplýsingum.  Skólavogin er tæki sem nýtist sveitarfélögum við að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum ásamt því að veita gagnlegar upplýsingar vegna úthlutunar fjármagns til skóla.

Vefkerfi Skólapúlsins mun því hýsa bæði verkefni Skólapúlsins og Skólavogarinnar.  Þátttaka í Skólavog felur ekki í sér sjálfstæðar viðhorfakannanir, en niðurstöður úr Skólapúlsinum verða nýttar inn í Skólavogina. Samningsaðilar telja samnýtingu niðurstaðna mikinn kost þar sem hún kemur í veg fyrir tvíverknað og aukið álag á skólastarf.

Fagleg stýring Skólavogarinnar verður á hendi verkefnisstjórnar, sem sambandið hefur forgöngu um að stofna með formlegum hætti. Verkefnisstjórnin er vettvangur fyrir samráð og þróunarstarf og sitja fundi hennar sérfræðingar Skólapúlsins og sambandsins skv. nánari ákvörðun. Einnig verður leitað til sérfræðinga og forsvarsmanna sveitarfélaga um að sitja í verkefnisstjórninni skv. nánari ákvörðun.

Vinna hefst við fyrstu útgáfu Skólavogar strax á nýju ári. Formleg skráning í Skólavogina fyrir næsta skólaár fer fram heimasíðu verkefnisins á eftirfarandi síðu: http://skolavogin.is/um/?page_id=45

Skólapúlsinn ehf. innheimtir áskriftargjöld af sveitarfélögum og er áskriftargjöldum ætlað að standa straum af kostnaði Skólapúlsins ehf. við þróun, rekstur og uppbyggingu Skólavogarinnar.

Áskriftargjöld eru annars vegar árgjald og hins vegar gjald fyrir þær reglubundnu kannanir sem eru uppistaðan í gagnaöflun Skólavogarinnar.

Samstarfssamningur Skólapúlsins ehf. og Sambands íslenskra sveitarfélaga.