Aðalsíða

Uppfærðar nemendaniðurstöður, væntanleg gögn og formgerðargreining

12. janúar, 2015

Skólaárið er nú hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.

Framundan eru fjórar samræmdar gagnasafnanir. Í febrúar fer fram foreldrakönnun í grunnskólum og ný starfsmannakönnun í leikskólum. Í mars fer fram foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.
Formgerðargreiningu hefur verið beitt á fyrirliggjandi gögn til að fjarlægja spurningar sem notendur upplifa sem endurteknar í könnunum Skólapúlsins. Þetta mun að öllum líkindum skila sér í enn betra svarhlutfalli.