Aðalsíða

Leiðréttingar vegna umfjöllunar um Skólapúlsinn

14. maí, 2015

Vegna nýlegrar umfjöllunar um Skólapúlsinn viljum við koma því á framfæri að leyfi var fengið hjá þáverandi skólastjóra Landakotsskóla fyrir notkun á myndum í kynningarefni Skólapúlsins sem og leyfi hjá foreldrum allra barna sem fram koma á myndunum.

Jafnframt kemur ekki fram í svari Skólapúlsins til Persónuverndar frá árinu 2010 að litið sé á nemendur sem áskrifendur að sjálfsmatskerfi Skólapúlsins. Hið rétta er að vísað var til þess að á þeim tíma voru 68 skólar áskrifendur að sjálfsmatskerfi Skólapúlsins.

Að lokum er vert að árétta þrennt:

1. Svör í könnunum Skólapúlsins eru aldrei vistuð undir nafni eða öðrum persónuauðkennum.

2. Hver skóli sem ákveður að taka þátt í samræmdri könnun framkvæmir könnunina í sínum skóla og er eigandi allra gagna samkvæmt þjónustusamningi sem gerður er við Skólapúlsinn.

3. Skólapúlsinum er ekki leyfilegt að vinna áfram með upplýsingar um tiltekinn skóla nema að gefnu leyfi frá skólanum sjálfum.