Aðalsíða

Niðurstöður samræmdra prófa, uppfærð nemendakönnun og ný útgáfa af Skólavoginni

5. mars, 2015
Niðurstöður samræmdra prófa frá því í haust eru nú aðgengilegar í Skólavoginni.  Niðurstöður nemendakönnunarinnar hafa einnig verði uppfærðar en nú hafa rúmlega tíu þúsund nemendur í 6.-10. bekk svarað nemendakönnuninni það sem af er þessu skólaári. Í vor verður ný útgáfa af Skólavoginni tekin í notkun. Nýja útgáfan byggir á reynslu notenda af gamla kerfinu og mun innihalda fjölmargar nýjungar, sem dæmi má nefna:
1. Númeraða flokka, matsþætti og spurningar
2. Hægt verður að búa til PDF skýrslu úr hluta eða heild niðurstaðna
3. Hægt verður að deila rafrænum aðgangi að einstökunum niðurstöðum með netföngum að eigin vali
4. Samanburður milli skóla innan sveitarfélags verður einfaldaður með yfirlitstöflum
5. Marktektarpróf á meðaltalsmun sveitarfélags og lands
Í upphafi verða einungis birtar niðurstöður úr nýafstaðinni foreldrakönnun í grunnskólum og starfsmannakönnun í leikskólum í nýja kerfinu. Öðrum niðurstöðum verður bætt við smátt og smátt þar til flutningurinn verður að fullu afstaðinn í byrjun næsta skólaárs.