Aðalsíða

Uppfærðar nemendaniðurstöður og væntanleg gögn

12. janúar, 2017

Skólaárið er nú hálfnað og meðaltöl nemendakannana skólaársins í Skólavoginni hafa náð miklum stöðugleika.

Í febrúar fer fram samræmd foreldrakönnun í grunnskólum og samræmd starfsmannakönnun í leikskólum og mun gagnasöfnun standa yfir til loka febrúarmánaðar. Í mars verður gerð foreldrakönnun í leikskólum og starfsmannakönnun í grunnskólum.

Skýrslum með rekstrarupplýsingum grunnskóla fyrir árið 2015 var skilað fyrr í þessum mánuði og skýrslur með rekstrarupplýsingum leikskóla eru í vinnslu.

Niðurstöður samræmdra prófa verða settar inn í Skólavogina þegar uppfærslu þeirra líkur á heimasíðu Menntamálastofnunar.