1. apríl, 2020

Vegna röskunar á skólahaldi verður skrifstofa Skólavogarinnar nú einungis opin frá klukkan 09:00-13:00 alla virka skóladaga. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is ef erindið þolir enga bið. Bestu kveðjur, Starfsfólk Skólavogarinnar

lesa meira
24. mars, 2020

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta framkvæmd nemendakönnunar 1. – 5. bekkjar sem fyrirhuguð var í apríl fram í maí. Nánari upplýsingar um könnunina og framkvæmd hennar er að finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=2402

lesa meira
14. febrúar, 2020

Sjálfvirka úthringiverið var prófað í fyrradag í 10 skólum (um 1000 foreldrar) til að minna  á yfirstandandi foreldrakönnun. Árangurinn af úthringingunum var töluverður  7-11% aukning í svarhlutfalli samanborið við 1-2% aukningu hjá þeim skólum sem einungis fengu tölvupóst. Tæplega tvær vikur voru síðan foreldrunum var boðið þátt að taka þátt í könnuninni í fyrsta sinn. […]

lesa meira
10. janúar, 2020

Skólapúlsinn tók nýverið í notkun forritanleg raddskilaboð (e. programmable voice) til notkunar við áminningar í könnunum. Skilaboðin eru lesin upp af talgervli á íslensku eða ensku. Viðtakandi getur jafnframt valið að fá viðkomandi könnun senda aftur á tölvupóstfangið sitt. Vonir standa til að raddskilaboðin hjálpi til við að ná sem bestu svarhlutfalli í könnunum Skólapúlsins.

lesa meira
3. október, 2019

Nýrri töflu hefur verið bætt við upplýsingar um þær rannsóknir sem birtar eru í Skólavoginni. Taflan sýnir heildarfjölda þátttakenda og svara í hverjum skóla ásamt svarhlutfalli og þátttökuhlutfalli. Upplýsingarnar gera sveitarfélögum mögulegt að meta betur gæði þess innra mats sem fram fer í einstökum skólum og sinna þar með á skilvirkari hátt ytra mats hlutverki […]

lesa meira
12. júní, 2019

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is eða hringja í síma 5830700.

lesa meira
11. júní, 2019

Niðurstöður samræmdra prófa skólaárið 2018-2019 hafa nú verið uppfærðar í Skólavoginni og eru aðgengilegar í nýrri skýrslu á vefsvæði sveitarfélagsins. Skýrslan inniheldur nú niðurstöður úr nýafstöðnum prófum í 9. bekk ásamt niðurbroti eftir kyni sem nýverið var gert aðgengilegt á ný hjá Mennatamálastofnun. Allar skýrslur skólaársins 2018-2019 hafa nú verið birtar í Skólavoginni.

lesa meira
3. júní, 2019

Útsendingin hefst klukkan 09:00 og verður streymt á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Ef einhver vandamál koma upp við útsendinguna vinsamlegast hringið í síma 5830700.

lesa meira
24. maí, 2019

Skólapúlsinn býður til vorfundar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og […]

lesa meira
15. maí, 2019

nýju árgangalínuriti hefur nú verið bætt við skýrslu nemendakönnunar 6. – 10. bekkjar  og nemendakönnun 1. – 5. bekkjar í Skólavoginni. Nýja línuritið sýnir skýrt hvernig t.d. ánægja af lestri hefur almennt dalað hjá núverandi 10. bekkingum sl. 5 ár. Nýja línuritið er að finna neðst á síðu hvers matsþáttar.

lesa meira