3. október, 2019

Nýrri töflu hefur verið bætt við upplýsingar um þær rannsóknir sem birtar eru í Skólavoginni. Taflan sýnir heildarfjölda þátttakenda og svara í hverjum skóla ásamt svarhlutfalli og þátttökuhlutfalli. Upplýsingarnar gera sveitarfélögum mögulegt að meta betur gæði þess innra mats sem fram fer í einstökum skólum og sinna þar með á skilvirkari hátt ytra mats hlutverki […]

lesa meira
12. júní, 2019

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolavogin@skolavogin.is eða hringja í síma 5830700.

lesa meira
11. júní, 2019

Niðurstöður samræmdra prófa skólaárið 2018-2019 hafa nú verið uppfærðar í Skólavoginni og eru aðgengilegar í nýrri skýrslu á vefsvæði sveitarfélagsins. Skýrslan inniheldur nú niðurstöður úr nýafstöðnum prófum í 9. bekk ásamt niðurbroti eftir kyni sem nýverið var gert aðgengilegt á ný hjá Mennatamálastofnun. Allar skýrslur skólaársins 2018-2019 hafa nú verið birtar í Skólavoginni.

lesa meira
3. júní, 2019

Útsendingin hefst klukkan 09:00 og verður streymt á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Ef einhver vandamál koma upp við útsendinguna vinsamlegast hringið í síma 5830700.

lesa meira
24. maí, 2019

Skólapúlsinn býður til vorfundar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og […]

lesa meira
15. maí, 2019

nýju árgangalínuriti hefur nú verið bætt við skýrslu nemendakönnunar 6. – 10. bekkjar  og nemendakönnun 1. – 5. bekkjar í Skólavoginni. Nýja línuritið sýnir skýrt hvernig t.d. ánægja af lestri hefur almennt dalað hjá núverandi 10. bekkingum sl. 5 ár. Nýja línuritið er að finna neðst á síðu hvers matsþáttar.

lesa meira
10. maí, 2019

Niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins í 6. – 10. bekk frá því í apríl hefur nú verið bætt við skýrslu skólaársins í Skólavoginni. Rúmlega 15 þúsund nemendur hafa nú svarað könnuninni. Stærstu skólarnir eiga eftir eitt úrtak í maí, en ekki er við því að búast að staða þeirra skóla breytist mikið úr þessu. Þau sveitarfélög sem […]

lesa meira
17. apríl, 2019

Alla niðurstöður úr foreldra- og starfsmannakönnunum leik- og grunnskóla fyrir árið 2019 hafa nú verið unnar í Skólavoginni. Niðurstöðum úr nemendakönnun 1. – 5. bekkjar verður bætt við nú í maí og síðustu úrtökum nemendakönnunar 6. – 10. bekkjar verður bætt við í maí og júní.

lesa meira
21. desember, 2018

Skrifstofa Skólavogarinnar verður lokuð á milli jóla og nýárs vegna hátíðanna. Skrifstofan opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar næstkomandi. Starfsfólk Skólavogarinnar óskar viðskiptvinum og þátttakendum í könnunum Skólapúlsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

lesa meira
10. október, 2018

Nokkrir notendur hafa haft samband við okkur og spurt um leiðir til að gera staðalníukvarðann (sem flestar niðurstöður eru birtar á) skiljanlegri fyrir almenning. Ein leið er að umbreyta staðalníukvarðanum yfir í hundraðsröð (e. percentile rank). M.ö.o má segja að ef að t.d. Reykjavík var með 5,3 á staðalníukvarðanum þá voru 56% nemenda á landinu* með […]

lesa meira