Aðalsíða

Forritanleg raddskilaboð tekin í notkun

10. janúar, 2020

Skólapúlsinn tók nýverið í notkun forritanleg raddskilaboð (e. programmable voice) til notkunar við áminningar í könnunum. Skilaboðin eru lesin upp af talgervli á íslensku eða ensku. Viðtakandi getur jafnframt valið að fá viðkomandi könnun senda aftur á tölvupóstfangið sitt. Vonir standa til að raddskilaboðin hjálpi til við að ná sem bestu svarhlutfalli í könnunum Skólapúlsins.