Aðalsíða

Niðurstöður samræmdra prófa og rekstrarupplýsingar leikskóla

24. maí, 2016

Niðurstöður samræmdra prófa frá því í haust eru nú aðgengilegar í Skólavoginni ásamt rekstrarupplýsingum leikskóla.

Mælingar hafa farið fram í öllum könnunum skólaársins hjá Skólapúlsinum og er maí síðasti mælingarmánuður nemendakönnunar. Niðurstöður þeirrar mælingar verða hluti af niðurstöðum sveitarfélaga í upphafi næsta mánaðar.