Aðalsíða

Ný tegund af skýrslum í Skólavoginni fyrir stærri sveitarfélög

10. janúar, 2023

Í haust var ákveðið að endurhanna niðurstöðuskýrslur nemendakönnunar Skólapúlsins í Skólavoginni fyrir stærri sveitarfélög. Markmiðið var að gera fræðsluyfirvöldum hægar um vik að fá góða yfirsýn yfir bæði heildarniðurstöður sem og stöðu ólíkra svæða innan sveitarfélagsins. Í reynd var núverandi skýrslu skipt út fyrir eina yfirskýrslu og nokkrar undirskýrslur þar sem hver skýrsla nær yfir skilgreint þjónustusvæði innan sveitarfélagsins og skóla innan þess. Þjónustumiðstöðvar geta því fengið skýrari upplýsingar um stöðu skóla innan síns svæðis en áður í nafnlausum samanburði við heildarfjölda þátttökuskóla á landsvísu. Þessi útgáfa hefur þegar verið tekin í notkun í einu sveitarfélagi til reynslu og er stefnt að því að bjóða stórum sveitarfélögum upp á þessa nýjung þar sem það á við þegar fram í sækir.