Aðalsíða

Nýjar niðurstöður úr nemendakönnun 6. – 10. bekkjar

10. maí, 2019

Niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúlsins í 6. – 10. bekk frá því í apríl hefur nú verið bætt við skýrslu skólaársins í Skólavoginni. Rúmlega 15 þúsund nemendur hafa nú svarað könnuninni. Stærstu skólarnir eiga eftir eitt úrtak í maí, en ekki er við því að búast að staða þeirra skóla breytist mikið úr þessu. Þau sveitarfélög sem tóku þátt í nemendakönnun 1. – 5. bekkjar í apríl eiga von á niðurstöðum um ánægju af lestri og líðan á yngri stigum. Úrvinnsla þeirra gagna er í fullum gangi og búist er við að henni ljúki í byrjun næstu viku. Tölvupóstur verður sendur þegar þær niðurstöðurnar eru tilbúnar.