Aðalsíða

Stóraukinn aðgangur að úrvinnslu einstakra skóla innan sveitarfélags

6. janúar, 2021

Skv. þjónustussamningi hvers skóla við Skólapúlsinn er Skólapúlsinum gefið leyfi til að miðla tölulegum upplýsingum um skólann til fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi. Fram til þessa hefur einungis verið um að ræða sérstakar Skólavogarskýrslur þar sem heildarupplýsingar hafa verið teknar saman fyrir hvert sveitarfélag. Á undanförnum árum hafa notendur Skólavogarinnar óskað eftir að fá einnig sjálfvirkan aðgang að sömu úrvinnslu og einstakir skólar innan sveitarfélagsins fá. Til að verða við þessari ósk hafa verið búnar til sérstakar skólaskýrslur sem birta einungis tölulegar upplýsingar fyrir notendum Skólavogarinnar. Aðgangi að opnum svörum verður áfram stýrt af hverjum skólastjóra fyrir sig vegna persónuverndarsjónarmiða. Til hægðarauka fyrir notendur Skólavogarinnar verður  hægt að smella beint á nafn ákveðins skóla í skólatöflum Skólavogarinnar og þá opnast skýrsla viðkomandi skóla í nýjum flipa á þeim matsþætti sem valinn var. Gert er ráð fyrir að þessi nýja útgáfa Skólavogarinnar verði tekin notkun fyrir lok janúarmánaðar 2021.