Aðalsíða

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu tveggja þátta auðkenningar

17. maí, 2024

Frá 1. júní n.k. munu allir notendur Skólavogarinnar og Skólapúlsins þurfa að auðkenna sig með 6 talna kóða sem fenginn er úr auðkenningarsmáforriti í síma til að nálgast niðurstöðuskýrslur. Hægt verður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til 30. ágúst en eftir það verður innskráninging eingöngu möguleg með notendanafni (tölvupóstfangi), lykilorði og 6 talna auðkenningarkóða.

Leiðbeiningar hafa verið útbúnar og er að finna hér. Við hvetjum alla notendur okkar til að huga að þessu fyrr en síðar. Velkomið er að hafa samband við starfsfólk Skólapúlsins ef spurningar vakna.