Aðalsíða

Nýjar niðurstöður og nýjungar við birtingu niðurstaðna

21. mars, 2018

Niðurstöður úr starfsmannakönnun leikskóla og foreldrakönnun grunnskóla 2018 sem fram fóru í febrúar síðastliðnum hafa nú verið birtar í Skólavoginni. Nokkrar nýjungar má finna í Skólavoginni. Útlit bakgrunnsúlurita hefur nú verið samræmt á þann hátt að samliggjandi súlur eru nú ávallt bornar saman í marktektarprófum. Sömuleiðis byggja marktekarprófin nú á vigtuðum niðurstöðum sem eykur nákvæmni marktektarprófanna. Skólavogin er nú einnig mun hraðvirkari en áður í kjölfar uppfærslna á netþjónum hýsingaraðila. Að lokum má nefna að allar skeytasendingar í Skólavoginni eru nú dulkóðaðar (https) sem eykur gagnaöryggi.